TIFF opnar með vestra – þátttökulisti birtur

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto í Kanada, TIFF, hefst þann 8. september nk. en í dag var birtur listi yfir myndir sem sýndar verða á hátíðinni. Í gær sögðum við frá því að mynd Baltastars Kormáks, Eiðurinn, yrði þar á meðal.

denzel pratt

Opnunarmynd hátíðarinnar verður hinsvegar Hollywood myndin The Magnificent Seven, eftir Training Day leikstjórann Antoine Fuqua, með Denzel Washington og fleiri stórstjörnum í aðalhlutverkum, en myndin er endurgerð á frægum bandarískum vestra, sem aftur er gerður eftir mynd japanska kvikmyndagerðarmannsins Akira Kurosawa, Sjö samúræjar. 

Myndin fjallar um sjö byssumenn sem ráðnir eru af örvæntingarfullum bæjarbúum í Rose Creek til að drepa miskunnarlausan morðingja. Áður en varir eru þeir farnir að berjast fyrir fleiru en peningunum einum.

Eins og segir á vef Variety kvikmyndatímaritsins þá markar Toronto hátíðin upphaf hins svokallaða Óskarstímabils, sem endar með veitingu Óskarsverðlaunanna í lok febrúar á næsta ári.

Kvikmyndaframleiðendur nota nefnilega Toronto hátíðina gjarnan til að kynna vænlegar Óskarsverðlaunamyndir til sögunnar með bravúr, og vekja á þeim eins mikla athygli og mögulegt er.

Á síðustu árum hafa Óskarsverðlauna- og tilnefndar myndir eins og Spotlight, The Martian og The Theory of Everything stigið sín fyrstu skref á hátíðinni.

Arrival, Deepwater Horizon og LBJ

Meðal stærstu mynda sem heimsfrumsýndar verða eru Arrival, eftir Dennis Villeneuve, leikstjóra Prisoners og Sicario.  Þá verður mynd Peter Berg, stórslysadramað Deepwater Horizon frumsýnd, en hún er með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Þá verður hin sögulega LBJ eftir Rob Reiner frumsýnd.

„Ég gæti ekki hugsað mér betri stað eða áhorfendur fyrir heimsfrumsýninguna,“ sagði Fuqua í stuttu myndbandsávarpi sem fylgdi tilkynningu frá hátíðinni.

Aðrir leikstjórar sem munu eiga mynd á hátíðinni eru m.a. Jonathan Demme, Oliver Stone og Mira Nair

Demme býður upp á JT and the Tennessee Kids, sem fjallar um tónleikaferð Justin Timberlake: 20/20 Experience World Tour.  Demme, sem frægur er fyrir Silence of the Lambs, hefur áður gert tónlistarmyndir um Talking Heads og Neil Young.

Stone mun sýna mynd sína Snowden, sem fjallar um bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden, og er með Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverki.

Nair sýnir Queen of Katwe, mynd um skáksnilling, með þeim Lupita Nyong’o og David Oyelowo í aðalhlutverkum.

Í tilkynningu frá hátíðinni segir að listi yfir myndir sem sýndar verða á hátíðinni muni lengjast á næstu vikum, en hátíðin stendur til 18. september.

Hér fyrir neðan er listi yfir stóru myndirnar og svo myndir sem kynntar eru sérstaklega:

Stórar: 

“Arrival” (Denis Villeneuve)
“Deepwater Horizon” (Peter Berg)
“The Headhunter’s Calling” (Mark Williams)
“The Journey is the Destination” (Bronwen Hughes)
“JT + The Tennessee Kids” (Jonathan Demme)
“LBJ” (Rob Reiner)
“Lion” (Garth Davis)
“Loving” (Jeff Nichols)
“A Monster Calls” (J.A. Bayona)
“Planetarium” (Rebecca Zlotowski)
“Queen of Katwe” (Mira Nair)
“The Rolling Stones Olé Olé Olé! : A Trip Across Latin America” (Paul Dugdale)
“The Secret Scripture” (Jim Sheridan)
“Snowden” (Oliver Stone)
“Strange Weather” (Katherine Dieckmann)
“Their Finest” (Lone Scherfig)
“A United Kingdom”(Amma Asante)

Sérstök kynning

“The Age of Shadows (Miljeong)” (Kim Jee woon)
“All I See Is You” (Marc Forster)
“American Honey” (Andrea Arnold)
“American Pastoral” (Ewan McGregor)
“Asura: The City of Madness” (Kim Sung-soo)
“Barakah Meets Barakah (Barakah yoqabil Barakah)” (Mahmoud Sabbagh)
“Barry” (Vikram Gandhi)
“Birth of the Dragon” (George Nolfi)
“The Birth of a Nation”(Nate Parker)
“Bleed for This” (Ben Younger)
“Blue Jay” (Alex Lehmann)
“Brimstone” (Martin Koolhoven)
“BrOTHERHOOD” (Noel Clarke)
“Carrie Pilby”(Susan Johnson)
“Catfight” (Onur Tukel)
“City of Tiny Lights”(Pete Travis)
“The Commune (Kollektivet)” (Thomas Vinterberg)
“Daguerrotype (Le Secret de la chambre noire)” (Kiyoshi Kurosawa)
“A Death in the Gunj” (Konkona Sensharma)
“Denial” (Mick Jackson)
“Elle” (Paul Verhoeven)
“Foreign Body (Jassad Gharib, Corps Etranger) Raja Amari, Tunisia/France
“Frantz” (François Ozon)
“The Handmaiden (Agassi)” (Park Chan-wook)
“Harmonium (Fuchi ni tatsu)” (Kôji Fukada)
“I Am Not Madame Bovary” (Feng Xiaogang)
“The Journey” (Nick Hamm)
“King of the Dancehall” (Nick Cannon)
“La La Land” (Damien Chazelle)
“The Limehouse Golem” (Juan Carlos Medina)
“Manchester by the Sea” (Kenneth Lonergan)
“Maudie” (Aisling Walsh)
“Neruda” (Pablo Larraín)
“Nocturnal Animals” (Tom Ford)
“The Oath” (Baltasar Kormákur)
“Orphan (Orpheline)” (Arnaud des Pallières)
“Paris Can Wait” (Eleanor Coppola)
“Paterson” (Jim Jarmusch)
“The Salesman” (Asghar Farhadi)
“Salt and Fire” (Werner Herzog)
“Sing” (Garth Jennings)
“Souvenir” (Bavo Defurne)
“Things to Come (L’Avenir)” (Mia Hansen-Løve)
“Toni Erdmann” (Maren Ade)
“Trespass Against Us” (Adam Smith)
“Una” (Benedict Andrews)
“Unless” (Alan Gilsenan)
“The Wasted Times (Luo Man Di Ke Xiao Wang Shi)” (Cheng Er)