Tökur á Borgríki 2 komnar í gang

ólafur JóhannessonTökur eru hafnar á næstu kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur Jóhannessonar, Borgríki II – Blóð hraustra manna.

Myndin er framhald kvikmyndar Ólafs, Borgríki, sem naut mikilla vinsælda, og er Hilmir Snær Guðnason meðal þeirra leikara sem fara með helstu hlutverk í myndinni.

Ný Facebook síða er komin fyrir myndina sem má heimsækja með því að smella hér.

Á facebook síðunni segir að í dag sé þriðji tökudagur, þannig að það er greinilegt að hlutirnir eru komnir á fulla ferð hjá Ólafi og hans fólki.

Hér að neðan er mynd af Facebook síðu myndarinnar þar sem þeir Hilmir Snær og Jón Viðar, sem stýrði bardagasenum í fyrri myndinni, fara yfir málin:

hilmir snær

 

Meðal leikenda eru einnig Ágústa Eva Erlendsdóttir sem fór með hlutverk í fyrri myndinni, en hér er frétt vísis.is af leikkonunni á tökustað.

Borgriki2