Tom var týndur – birtist á ný

Í dag var fyrsta stiklan úr BBC sjónvarpsþáttunum nýju, Taboo, birt, en serían er eftir þá Ridley Scott, Steven Knight og Tom Hardy, sem einnig fer með aðalhlutverkið .

Um er að ræða átta þætti.  Tökur standa nú yfir, en þættirnir hefja göngu sína á næsta ári, 2017.

CcE-8CAVIAAxW6c

Taboo gerist árið 1814 og segir frá James Keziah Delaney, sem hefur farið á ystu mörk Jarðarinnar, og komið til baka breyttur fyrir lífstíð. Hann var löngu talinn af, en snýr nú aftur til Lundúna frá Afríku til að taka við skipaveldi föður síns og koma lífi sínu í réttar skorður.

En veldi föður hans er eitraður bikar, og óvinir leynast í hverju horni.

Taboo er byggð á sögu eftir Tom Hardy sjálfan og föður hans Chips Hardy, sem er einnig í framleiðsluteyminu sem ráðgjafi.

Auk þess að hafa leikið nú nýverið í The Revenant, þá lék Hardy einnig í Mad Max: Fury Road.  Mynd Ridley Scott, The Martian, er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna í ár, þar á meðal í flokknum Besta mynd.