Topp 20 leikstjórar á Twitter

Vefsíðan TheWrap.com tók saman á dögunum lista yfir 20 kvikmyndaleikstjóra sem þeir segja að sé þess virði að fylgja ( follow ) á Twitter samskiptavefnum.

Eins og þeir benda á þá er það ákveðin list að skrifa áhugavert efni með 140 stafa örbloggi, eins og hvert tíst býður upp á, en leikstjórarnir sem vefsíðan mælir með, eru duglegir við að tísta stuttum og skemmtilegum frösum, fréttum af því sem þeir eru að gera í sínu starfi og gefa innsýn í framleiðsluferil bíómynda.

Hér eru fyrstu 5 á lista TheWrap, en smellið hér til að sjá allan listann á TheWrap.com

Smellið á nöfnin hér að neðan til að opna Twitter síður leikstjóranna beint.

1. Kevin Smith

Þekktur fyrir „Clerks,“ „Jay and Silent Bob Strike Back,“ „Chasing Amy,“ „Red State“.

Afhverju er hann á listanum?: Hann er duglegur að tísta á sinn einstaka hátt um allskonar hluti í Hollywood – og ísknattleik. Einnig notar hann Twitter til að tilkynna um nýja hluti sem tengjast myndum hans og starfi.

2. Paul Feig

Þekktur fyrir: „Bridesmaids,“ „The Heat“

Afhverju er hann á listanum?: Hann er fyndinn maður og skrifar fyndin tíst, sérstaklega þegar hann er að gera það í beinni, eins og frá Óskarnum.

3. Darren Aronofsky

Þekktur fyrir: „Black Swan,“ „Requiem for a Dream,“ „Noah“

Afhverju er hann á listanum?: Aronofsky hefur meiri húmor en ráða má af myndunum sem hann gerir, sem sést best á ljósmyndunum sem hann deilir á Twitter. Hann er einnig mjög opinskár um allt sem skiptir hann máli, eins og State of the Union ræða Obama Bandaríkjaforseta, sem Aronofsky játar að hafi komið honum til að gráta.

4. Judd Apatow

Þekktur fyrir: „The 40-Year-Old Virgin,“ „Knocked Up“ „This Is 40“

Afhverju er hann á listanum?: Hann er duglegur að segja skoðanir sínar á ýmsu utan Hollywood. Byssuofbeldi, stjórnmál og páfinn voru til dæmis umfjöllunarefni hjá honum í febrúar sl. sem segir að lífið er ekki bara einn stór brandari hjá honum, þó hann sé þekktur fyrir sprenghlægilegar gamanmyndir sínar.

5. Brad Bird

Þekktur fyrir:  „The Incredibles,“ „Mission: Impossible – Ghost Protocol,“ „Tomorrowland“

Afhverju er hann á listanum?: Hann er mikið fyrir að endurtísta ( re-tweet) tísti frá grínistum eins og Patton Oswalt og Demetri Martin, á milli þess sem hann segir frá hlutum sem skipta hann máli: kvikmyndalistinni.

Smelltu hér til að skoða allan topp 20 listann á TheWrap.com.