Transformers 3 í júlí 2011?

Rúmu ári áður en Transformers: Revenge of the Fallen á að koma út þá hafa fréttir lekið út um það að þriðja Transformers myndin eigi að koma út 1.júlí 2011. Þessar fregnir koma beint frá stúdíóunum, sem hafa sett þessa dagsetningu á myndina, en eiga þó enn eftir að staðfesta hana – ljóst er að þónokkur ringulreið er í herbúðum Paramount og Dreamworks þessa dagana.

Framleiðandi myndarinnar, Michael Bay, hefur sagt þvert nei við þessari útgáfudagsetningu og segist frekar búast við því að þriðja Transformers myndin komi út 4.júlí 2012. Ástæðan er sú að hann heimtar að fá ársfrí til að hreinsa hugann.

Bæði Transformers og Transformers: Revenge of the Fallen eru stórar sumarmyndir, sem hafa eignað sér fyrstu helgina í júlímánuði.