Tvær myndir um sama efnið?

Eins og áður hefur gerst í draumaborginni, er nú komin upp sú staða að það er verið að gera tvær myndir um sama efnið. Söguþráðurinn er á þá leið að Napóleon III sendir töframann og konu hans til nýlendunnar Alsír til þess að berja niður uppreisn sem þar geisar. Fyrri myndin sem framleidd og leikin er af hjónakornunum : Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones nefnist Smoke and Mirrors og tökur á henni hefjast í Október. Seinni myndin verður með Geoffrey Rush og Kate Winslet í aðalhlutverkum en þau léku síðast saman í hinni stórfínu Quills. Mun sú framleiðsla bera heitið The Magicians Wife og verður leikstýrt af Francois Girard ( The Red Violin ) og munu tökur á henni hefjast í Ágúst. Nú er spurningin hvor myndin verður betri en þegar tvær myndir koma um sama efnið hlýtur tölfræðin að vera kvikmyndaáhugamönnum verulega í hag.