Tvöföld ánægja í nýju Bíótali

Nýr föstudagur. Nýtt Bíótal. Þarna finnast varla betri fréttir í augum þeirra sem elska íslenska (net)vídeóþætti sem kryfja eldri bíómyndir með kómískum og hversdagslegum hætti. Og ástæðan fyrir því að það kom ekki þáttur í síðustu viku er sú að lengri þáttur hefur verið gefinn út að þessu sinni. Seinast var rýnt í Armageddon, og Titanic þar áður.

Venjulega er hver Bíótalsþáttur ekki mikið lengri en 10-15 mínútur en núna stækkar gleðin, og þýðir það að notendur fá tvo Bíótalsþætti á verði eins… og þá frítt! Myndirnar sem er fjallað um eru systkinastórmyndirnar hans Ridley Scott, Gladiator (2000) og Kingdom of Heaven (2005), þar sem mikil áhersla er lögð á samanburð á milli umdeildu bíóútgáfunnar og leikstjóraútgáfunnar margumtöluðu.

Þátturinn er tæplega 20 mínútur, og þar sem myndirnar eiga ýmislegt sameiginlegt (þrátt fyrir að vera gerólíkar að mörgu leyti) er þessu skellt öllu í einn graut. Vonandi stendur þetta undir væntingum.

Smellið HÉR til að horfa á þessa epísku krufningu.

Okkur þætti einnig vænt um það ef þið mynduð kommenta hreinskilningslega hér fyrir neðan og jafnvel stinga upp á nýjum myndum til þess að fjalla um, ef þið hafið skoðanir á því.