Vefsíða fyrir Punisher: War Zone opnar

Heimasíða næstu The Punisher myndar hefur verið opnuð, en nýja myndin ber nafnið Punisher: War Zone og verður frumsýnd í byrjun desembermánaðar í Bandaríkjunum, en ekki er enn búið að ákveða dagsetningu hérlendis. Eitthvað er síðan vefsíðan sjálf opnaði, en upplýsingar og gögn á henni hafa verið af skornum skammti.

Vefsíðan geymir upplýsingar um söguþráð, leikara og dót til að niðurhala og hafa gaman af. Punisher: War Zone er Rated-R, sem þýðir að hún verður blóðugri og grófari en áður var búist við, og líklegast bönnuð innan 16 á Íslandi, þó svo að það sé ekki staðfest.

Smelltu hér til að komast á vefsíðuna