Veiðiferðin sigraði Pixar og Sonic

Eftir þrjár vikur á toppnum fór aðeins að hægja á hinum sprellfjöruga Sonic. Hann er nú kominn í þriðja sæti aðsóknarlistans en alls hafa hátt í 25 þúsund manns séð broddgöltinn fræga í bíó.

Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson fer vel af stað og reif toppsætið af Sonic með yfir fimm þúsund áhorfendur. 3,912 gestir sáu myndina um helgina en 5,089 með forsýningum. Telst það til prýðisárangur fyrir kvikmynd sem gerð var án opinberra styrkja, en tók einnig sigurinn af Pixar-myndinni Onward, sem var einnig frumsýnd um helgina og fór beint í annað sæti aðsóknarlistans.

Í samtali við Menninguna á RÚV segja leikstjórar Síðustu veiðiferðarinnar að hugmyndin hafi verið samtíningur úr um tuttugu veiðiferðum sem þeir hafa upplifað í gegnum árin. „Við sýndum stiklu úr myndinni og það voru ansi margir sem höfðu samband og spurðu: „Voruð þið fluga á vegg í síðasta túr hjá okkur?““ segir Þorkell.

Konurnar hlæja mest að Síðustu veiðiferðinni – „Femínískt brautryðjendaverk“