Aðra vikuna í röð er Leðurblökumaðurinn, í túlkun Roberts Pattinsons á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, og það sama má segja um Bandaríkjamarkað, en þar er myndin einnig á toppnum.
Þrjátíu og átta milljónir króna hafa komið í kassann hér á landi frá því sýningar á The Batman hófust og meira en 23 þúsund manns hafa sótt myndina. Um síðustu helgi komu rúmlega 17 þúsund manns í bíó að sjá myndina.
Í öðru sæti er gömul toppmynd, Uncharted, en hún hefur nú verið sýnd í fimm vikur hér á landi og tekjur af sýningum orðnar samtals 31 milljón króna.
Spider-Man að ná 100 mkr.
Það er gaman að segja frá því einnig að Spider-Man: No Way Home er alveg við 100 milljóna króna tekjumarkið, en myndin situr í fimmta sæti aðsóknarlistans með rúmar 98 milljónir króna í heildartekjur hér á landi.
Engin ný mynd kom í bíó um síðustu helgi en gaman verður að sjá hvað Þrjótarnir og Allra síðasta veiðiferðin gera um næstu helgi!
Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlisann í heild sinni hér fyrir neðan: