Nærri fjögur þúsund sáu Uncharted

Ævintýramyndin Uncharted, sem byggð er á samnefndum tölvuleik, er áfram í fyrsta sæti hjá íslenskum bíógestum, og er langaðsóknarmest aðra helgina í röð.

Sophia Ali og Tom Holland lesa póstkort.

Nærri fjögur þúsund gestir greiddu aðgangseyri á myndina nú um helgina en til samanburðar lögðu rúmlega fimmtánhundruð manns leið sína á teiknimyndina Syngdu 2 í öðru sætinu, en hún hækkar um tvö sæti á milli vikna á íslenska bíóaðsóknarlistanum, á sinni níundu viku í sýningum.

Neeson og Harmur í 8. og 9. sæti

Nýju myndirnar tvær, Blacklight, með Liam Neeson í aðalhlutverkinu, og íslenska bíómyndin Harmur, náðu aðeins áttunda og níunda sæti listans á frumsýningarhelginni.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: