Ofurhetjusmellur áfram á toppnum

Rétt eins og í Bandaríkjunum þá heldur Marvel ofurhetjusmellurinn Deadpool sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð.  Alvin og íkornarnir eru sömuleiðis geysivinsælir, en myndin er nú í öðru sæti eftir þrjár vikur á lista. Í þriðja sæti er svo ný mynd, gamanmyndin Zoolander 2.

deadpool

Ein önnur ný mynd er á listanum, mynd Coen bræðra Hail, Caesar! sem fer beint í fimmta sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild  sinni hér fyrir neðan:

boxoff