Vinsæl íslensk spenna

Aðra vikuna í röð er íslenski spennutryllirinn Svartur á leik á toppi  íslenska DVD topplistans. Nýr í öðru sæti er harðhausatryllirinn Expendables 2 og í þriðja sæti Batman myndin The Dark Night Rises, niður um eitt sæti á milli vikna.

Sjáðu stikluna úr Svartur á leik hér fyrir neðan:

Í fjórða sæti, ný á lista er Total Recall með Colin Farrell, og í fimmta sæti Mark Wahlberg og dónalegi bangsinn hans Ted. 

Á listanum eru tvær nýjar myndir til viðbótar  – Woody Allen myndin To Rome With Love fer beint í sjöunda sætið og ný í 17. sæti er íslenska verðlaunamyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson.

Listinn er í heild sinni hér að neðan: