Washington berst gegn glæpum í Equalizer 2 stiklu

Fyrsta stikla og plakat hefur verið gefið út fyrir nýju Equalizer myndina, Equilizer 2, með Denzel Washington í aðalhlutverkinu, hlutverki Robert McCall, sem berst fyrir réttlætinu. Fyrri myndin frá 2014 var góð skemmtun og því er ánægjulegt að það styttist í þá næstu. Myndin verður frumsýnd á Íslandi þann 17. ágúst nk.

Eins og Empire kvikmyndaritið bendir á þá hefur Washington hingað til ekki verið mikið í framhaldsmyndum, en gerir undantekningu að þessu sinni.

Leikstjóri er sá sami og fyrr, Antoine Fuqua. Í myndinni leitast McCall við að fylla í tómarúmið í sálu sinni sem varð til vegna starfs hans sem sérsveitarmaður hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þessvegna hefur hann ákveðið að feta veg dyggðarinnar, hjálpa þeim heimilislausu, og bæta heiminn.

En þá lendir gömul vinkona hans, Susan Plummer, sem Melissa Leo leikur, í vanda, og McCall neyðist því til að gera það sem hann er bestu í – að leiðrétta hlutina og koma þeim til betri vegar. En mögulega er ekki allt sem sýnist!

Pedro Pascal, Bill Pullman, Jonathan Scarfe og Sakina Jaffrey eru einnig í leikhópnum. Myndin kemur í bíó hér á Íslandi

Kíktu á stikluna og plakatið hér fyrir neðan: