Watson kynnir nýja stiklu úr Noah

Leikkonan Emma Watson kynnti nýja stiklu úr myndinni Noah fyrir aðdáendum sínum á Twitter fyrr í dag. Myndin var tekin upp að hluta hér á landi og skartar að auki leikurum á borð við Russel Crowe, Jennifer Connelly og Anthony Hopkins.

emma-watson-noah-trailer

Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North aðstoðaði við upptökurnar. Það ár var annasamt fyrir True North en hluti úr fjórum stórum kvikmyndum voru teknar hér upp.

Noah hefur þurft að glíma við mikla gagnrýni trúarflokka fyrir það eitt að vera saga úr Biblíunni og hafa nú þegar nokkur lönd bannað kvikmyndina. Íslendingar ættu þó ekki að örvænta því myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins þann 28. mars næstkomandi.

Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr myndinni.