Webb vill Zooey í stærra ritarahlutverk í Spiderman

Zooey Deschanel hefur verið boðið hlutverk í nýju Spiderman myndinni sem frumsýna á sumarið 2012. Leikstjórinn Marc Webb vill fá leikkonuna í hlutverk ritarans Betty Brant þar sem hún smellpassar í hlutverk hins kynþokkafulla ritara.
Heimildarmaður segir: „Betty var algjör aukapersóna í fyrri Spiderman myndum, en Marc hefur stærra hlutverk í huga fyrir hana núna. Hann vill sterkan leikara í hlutverkið og Zooey passar algjörlega við það. Hlutverkið er hennar ef hún vill það.“

Elizabeth Banks lék Betty í fyrri myndunum.
Nú þegar hafa nokkrir leikarar verið ráðnir í nýju Spiderman myndina. Andrew Garfield mun leika sjálfan köngulóarmanninn, Sally Field og Martin Sheen leika frænku og frænda Peters Parker, Rhys Ifans leikur illmenni, og Emma Stone er einnig komin í hópinn og leikur kærustu Spiderman.

Zoloey Deschanel er 30 ára gömul og kom fyrst fram í sjónvarpsþáttunum Veronica’s Closet, en hefur síðan leikið aðalhlutverk í myndum eins og Hitchhiker’s Guide to the Galaxy og 500 Days of Summer.