Wedding Crashers 2 líklega á leiðinni

isla-fisherEnn berast fréttir af Will Ferrell myndum sem eru að fá framhald. Við höfum séð nú þegar Ferrell framhaldsmyndirnar Anchorman 2 og Zoolander 2, og nýlega sögðum við frá því að Step Brothers 2 væri á leiðinni. Nú hefur frést af því að framhald sé líklega á leiðinni af myndinni Wedding Crashers, sem fjallaði um tvo lífstíðar-partýpinna og kvennabósa sem bjóða sjálfum sér í brúðkaup hjá ókunnugu fólki og eru þar hrókar alls fagnaðar. Í myndinni lék Will Ferrell goðsögnina í bransanum, Chazz.

Leikkonan Isla Fisher sagði frá því í samtali við morgunþáttinn TODAY að hún hefði hitt Vince Vaughn, annan aðalleikara fyrri myndarinnar, í veislu, og hann hafi sagt að framhald virtist vera í vinnslu.

Wedding Crashers, frá árinu 2005, er komin með hálfgerðan Cult status, og löngu orðin sígild gamanmynd.

Kíktu á samtalið við Fisher hér fyrir neðan í spilaranum. Í fyrstu ræðir hún um nýjustu mynd sína Nocturnal Animals eftir Tom Ford, sem kemur í bíó hér á landi 17. febrúar nk.,  en undir lok myndbandsins ræðir hún um Wedding Crashers 2: