Will Smith minnist Avery

1551582_10153664489490161_1646860497_nÍ síðustu viku lést leikarinn James Avery úr sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince Of Bel-Air. Avery lék frænda Will Smith í þáttunum sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Hann lék einnig í kvikmyndum eins og Fletch, The Prince of Egypt og 8 Million Ways to Die.

Will Smith, hóf sinn leikferil í þáttunum, aðeins 21 árs að aldri. Þættirnir gengu í 6 ár og voru Smith og Avery nánir vinir alla tíð síðan. Smith rauf þögnina og birti síðustu mynd af þeim félögum saman á Facebook-síðu sinni. Ásamt vel völdum orðum.

„Margar af mínum mikilvægustu leiðbeiningum í leiklist, lífinu og því hvernig á að vera heiðarleg og góð manneskja, komu frá James Avery. Allir ungir menn þurfa á frænda að halda. Phil. Hvíldu í friði.“