Willow endurfundir í Han Solo mynd

Síðan leikstjórinn Ron Howard tók við leikstjórnartaumunum í nýju Han Solo hliðar-stjörnustríðsmyndinni, þá hefur hann verið duglegur að birta færslur á samfélagsmiðlum, meðal annars dularfullar ljósmyndir af tökustöðum.

Nýlega gaf hann sér tíma til að tjá sig lítillega um mögulegt framhald ævintýramyndarinnar skemmtilegu Willow, en 30 ár eru síðan Howard leikstýrði vini sínum Warwick Davis í myndinni, en Davis leikur einmitt í Han Solo myndinni. Þar með er þar um fyrstu endurfundi þeirra félaga í kvikmynd í 30 ár!

Yfirlýsingar þeirra beggja á Twitter, og sjá má hér að neðan, varpa þó engu ljósi á hvaða hlutverk Davis fer með í Han-Solo myndinni. Leikarinn lék ekki í Rogue One hliðarmyndinni, en aftur á móti kom hann við sögu í Star Wars: The Force Awakens í hlutverki Wollivan, sem var vera sem sást á krá í eigu Maz Kanata.

Howard hefur nú verið við tökur myndarinnar í nærri einn mánuð, en þeim fer að ljúka innan skamms, samkvæmt frétt Movieweb.

Frumsýning er áætluð 25. maí árið 2018, en þá verða einmitt 41 ár liðin síðan fyrsta Star Wars myndin var frumsýnd.

Fátt er þó vitað hvort einhver möguleiki er á Willow framhaldi …