X-Men tökur byrja á morgun

Bryan Singer, leikstjóri X-Men: Days of Future Past birti á Twitter síðu sinni nú í kvöld ljósmynd af ljósmyndara að taka mynd af Sir Patrick Stewart einum af aðalleikurum myndarinnar, og skrifar undir: „Picture before Picture. Tomorrow it begins,“ eða í lauslegri þýðingu: „Ljósmynd á undan mynd. Það byrjar á morgun.“

Singer á þarna við að tökur myndarinnar eru að hefjast á morgun, mánudag, í Montreal í Kanada.

Hér má sjá nokkrar af kvenstjörnum myndarinnar mæta á tökustað í Montreal.