Stórmyndin Inside Out 2 rígheldur í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa víða um heim. Ísland er þar vissulega engin undantekning en yfir 26 þúsund manns hafa séð hana í bíó þegar þetta er ritað.
Inside Out 2 er framhald af Inside Out sem sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2015. Báðar Inside Out myndirnar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda en þær segja frá Riley, ungri stelpu, og tilfinningunum sem fylgja þeirri miklu áskorun að vaxa úr grasi. Í framhaldinu kynnumst við nýjum tilfinningum og verður allt vitlaust í þeirri tilraun að samstilla þær svo Riley haldi bæði vinsældum sínum og geðheilsunni. Myndin er sýnd með ensku, íslensku og pólsku tali.
Kvikmyndin The Bikeriders með Jodie Comer, Tom Hardy og Austin Butler bætist ný inn á listann og hreppti fimmta sætið. Í The Bikeriders leikur Comer á móti Hardy sem er Johnny leiðtogi mótorhjólagengis. Hún reynir að hlífa eiginmanni sínum Benny, sem Austin Butler leikur, við áhrifum Johnnys. Myndin hefur fengið fínustu ummæli gagnrýnenda.
Sjá einnig: The Bikeriders – Stritaðist við Chicago hreiminn
Hér má sjá aðsóknarlista íslenskra kvikmyndahúsa í heild sinni.