007 áfram númer eitt

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, er á toppnum á íslenska aðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en Íslendingar skera sig þar með á engan hátt frá öðrum þjóðum sem flykkst hafa í bíó að sjá njósnara hennar hátignar.

Í öðru sæti listans er teiknimyndin Wreck It-Ralph, ný á lista, og einnig ný á lista er stórmyndin Cloud Atlas, sem Kvikmyndir.is forsýndi í síðustu viku fyrir fullum sal af fólki í sal 1 í Háskólabíói. Þessi epíska saga um líf og dauða, framhaldslíf og karma, ofl. sem gerist á sex mismunandi tímabilum í fortíð og framtíð, er í þriðja sæti aðsóknarlistans.

Í fjórða sæti er svo dans og söngvamyndin Pitch Perfect, en hún fer niður um tvö sæti frá því í síðustu viku. Í fimmta sæti, ný á lista, er svo smellurinn hans Ben Affleck, Argo, en menn eru nú þegar farnir að spá þeirri mynd Óskarsverðlaunatilnefningum.

Sjáið topp 17 listann í heild sinni hér að neðan: