Skyfall, nýjasta James Bond myndin, heldur áfram að setja ný met. Um helgina varð hún tekjuhæsta mynd sem Sony fyrirtækið hefur komið að frá upphafi, en nú hafa 918 milljónir Bandaríkjadala komið inn í tekjur af sýningum myndarinnar um heim allan. Sony dreifir myndinni og markaðssetur í samstarfi við MGM.
Gamla metið átti Spider-Man 3; 890 milljónir dala.
Skyfall náði um helgina aftur toppsæti bandaríska aðsóknarlistans.
Mynd Gerhard Butler, Playing for Keeps, gamanmynd með fótboltaívafi, olli vonbrigðum og náði aðeins 6. sæti listans, með 6 milljónir dala í tekjur.
Sjáðu stikluna fyrir Playing for Keeps hér að neðan:
Twilight Breaking Dawn Part 2 er í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir þrjár vikur á toppnum. Twilight hefur nú þénað 268,7 milljónir dala í bíó í Bandaríkjunum, en Skyfall 261,2 milljónir dala.
Teiknimyndin Rise of the Guardians var önnur best sótta mynd helgarinnar og þénaði 10,5 milljónir dala og er komin upp í 61,9 milljónir dala frá frumsýningu. Samkvæmt frétt the Hollywood Reporter þykja það vonbrigði, en framleiðendur búast þó við að myndin muni samt halda áfram að draga til sín fólk yfir hátíðarnar.
Sjáðu stikluna fyrir Rise of the Guardians hér að neðan:
Hér er áætlaður listi 10 aðsóknarmestu mynda helgarinnar:
1. Skyfall, 11 milljónir dala, og alls 261,2 milljónir.
2. Rise of the Guardians,10,5 milljónir og alls 61,9 milljónir.
3. Twilight: Breaking Dawn Part 2 9,2 milljónir dala og alls 268,7 milljónir
4. Lincoln,9,1 milljónir dala og alls 97,3 milljónir.
5. Life of Pi, 8,3 milljónir dala og alls 60,9 milljónir.
6. Playing for Keeps, 6 milljónir, ný á lista.
7. Wreck-It Ralph, 4,9 milljónir dala, og alls 164,4 milljónir.
8. Red Dawn, 4,3 milljónir dala og alls 37,3 milljóinr.
9. Flight, 3,1 milljónir dala og alls 86,2 milljónir.
10. Killing Them Softly, 2,7 milljónir dala og alls 11,8 milljóinr.