Stærsta þakkargjörðarhelgi sögunnar

Tekjur af sýningu bíómynda nú um þakkargjörðarhelgina í Bandaríkjunum námu alls 288 milljónum Bandaríkjadala, sem er nýtt met þar í landi. Gamla metið var sett árið 2009, en þá voru tekjur af bíómyndum þessa helgi, 268 milljónir dala.

The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 2 var á toppnum eftir helgina, aðra helgina í röð, og James Bond myndin nýja, Skyfall í öðru sæti. Lincoln brokkaði þar á eftir í þriðja sætinu, en myndin heldur áfram að standa sig betur en menn áttu von á.

Nýja teiknimyndin Rise of the Guardians olli vonbrigðum í fjórða sæti listans, en þar á eftir kom Life of Pi, ný í fimmta sætinu. Þriðja nýja myndin, Red Dawn, var svo í sjöunda sætinu, en bæði Red Dawn og Life of Pi fengu meiri aðsókn en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Sjáðu sýnishorn úr Life of Pi hér fyrir neðan: