Twilight og Bond aftur nr. 1 og 2

The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 2 er aðsóknarmesta mynd í bíó á Íslandi aðra vikuna í röð. Skyfall, nýjasta James Bond myndin, fylgir fast á hæla hennar í öðru sætinu, en Bond var einnig í öðru sætinu í síðustu viku.

Í þriðja sætinu er ný mynd, Here Comes the Boom með góðlega gamanleikaranum Kevin James í aðalhlutverki. Í fjórða sæti, niður um eitt, er „rústarinn“ Wreck-It Ralph og í fimmta sætinu er svo Cloud Atlasframtíðar og fortíðartryllirinn, og fer einnig niður um eitt sæti.

Í sjötta sætinu er önnur ný mynd, Silver Linings Playbook, og þriðja nýja myndin, Niko 2: Bræðurnir fljúgandi, er í sjöunda sæti. Fjórða og síðasta nýja myndin er svo í 10. sæti, en það er hryllingsmyndin The Possession.

Sjáið lista 17 aðsóknarmestu myndanna hér fyrir neðan: