Ofurtöffarinn Samuel L. Jackson ( Pulp Fiction ) er nú í samningaviðræðum um að leika á móti Jennifer Lopez í spennutryllinum Tick Tock. Myndi hann þá leika mann með minnisleysi sem man ekki hvar ( eða hvort ) hann hafi komið fyrir tímasprengjum út um alla Los Angeles borg. Leikur Lopez þá FBI konu sem er falið það verkefni að draga vitneskjuna upp úr honum ef nokkur kostur er. Myndinni verður leikstýrt af Steve Norrington ( Blade ) eftir að Danny Boyle ( Trainspotting ) hætti við.

