Hlaðborð gamanleikara í Fullu húsi

Ný íslensk gamanmynd, Fullt hús, verður frumsýnd í dag. Myndin er eftir grínistann, handritshöfundinn og leikstjórann með meiru, Sigurjón Kjartansson, en myndin er hans fyrsta í fullri lengd.

Sigurjón segist í samtali við Morgunblaðið sjaldan hafa upplifað jafn skemmtilegt ferli og í tökum á myndinni. „Ég hef sjaldan upplifað jafn skemmtilegt ferli; hugmyndin kom hratt og örugglega en ég var að vinna í öðru verkefni þannig að ég hélt í mér og byrjaði ekki að skrifa strax,“ segir Sigurjón við Morgunblaðið.

Mörg hlutverk

Hann segir að í myndinni séu mörg hlutverk þó hún sé ekki flókin. Þá segir hann að hlaðborð bestu gamanleikara landsins komi við sögu. „Þarna eru allir gömlu vinir mínir; Helga Braga, Ilmur, Katla, Hilmir Snær, Halldór Gylfason, Jón Gnarr og margir fleiri. Svo má ekki gleyma mjög eftirminnilegu „comeback-i“ hjá Eggerti Þorleifssyni sem fer þarna á kostum og skilar klassískum Eggerti,“ segir Sigurjón og segir tökur hafa gengið afar vel.

Fullt hús (2024)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5

Kammersveit í kröggum er að fara á hausinn. Það er gripið til örþrifaráða til að halda góða tónleika. Heimsfrægur sellóleikari er ráðinn til að spila með þeim en hans innri maður er ekki eins glansandi fínn og hans opinbera persóna. Sellóleikarinn spillir sveitinni allri og...

Spurður að því í Morgunblaðinu hvernig honum líði nú þegar myndin er að koma í kvikmyndahús segist hann fyrst og fremst vera spenntur. „Ég hlakka mikið til að sýna hana almenningi. Sjálfum finnst mér hún fyndin. Ég er ekki viss um neitt en ég á von á hlátri. Ég ætla að gera mitt allra besta svo brúnin lyftist á þjóðinni,“ segir Sigurjón við Morgunblaðið.