Nýtt í bíó – Snatched

Gamanmyndin Snatched verður frumsýnd á morgun föstudag í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka og Borgarbíói, Akureyri.

Þegar kærastinn segir henni upp, þá ákveður Emily að fara með móður sinni, sem er ofur varkár, í ævintýralegt frí til Ecuador. Það endar ekki betur en svo að þeim er rænt. Það hefur hinsvegar góð áhrif á samband þeirra og þær bindast fyrir vikið traustari böndum við það að reyna að losna úr prísundinni í frumskóginum.

Leikstjórn: Jonathan Levine

Leikarar: Amy Schumer, Goldie Hawn, Ike Barinholtz

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Snatched er ekki bara ein af fyndnustu myndum ársins og skemmtun eins og hún gerist best heldur er hún líka mæðradagsmynd ársins því hún verður frumsýnd föstudaginn fyrir mæðradaginn sem að þessu sinni er sunnudagurinn 14. maí. Það er því alveg tilvalið fyrir alla, ekki síst dætur, að bjóða mömmu sinni í bíó þessa helgi!

-Myndin er svo til öll tekin upp á Hawaii, en þess má til gamans geta að á meðan á tökunum stóð héldu þær Amy Schumer og Wanda Sykes sér í formi með uppistandssýningum á skemmtistað í
nágrenni tökustaðarins og gáfu allan ágóða af aðgangseyrinum til góðgerðarmála, en uppselt var á hverja einustu sýningu.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: