Enn einn Culkin-inn að fara í bransann

Yngsti Culkin bróðirinn, Rory að nafni, er nú kominn í liðið hjá leikstjóranum M. Night Shyamalan ( The Sixth Sense , Unbreakable ) ásamt leikurunum Mel Gibson og Joaquin Phoenix. Myndin, sem fjallar um bónda sem fer að rannsaka dularfulla hringi sem birtast á nóttinni úti á ökrunum hjá honum. Þetta verkefni er eitt af þeim sem mest er beðið eftir með eftirvæntingu í Hollywood og lofar afar góðu.