Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Glerstafurinn sem Elijah Price notar í myndinni er hugmynd frá Samuel L. Jackson.
Ég sá ekkert áhugavert í þessari mynd.... hún er ekki listræn á nokkurn hátt, hefur ekkert skemmtanagildi og segir enga sögu. Ég var aumur maður er ég yfirgaf bíósalinn í kvöld, sjöhundruð krónum fátækari, tveim tímum eldri og bensínlítranum fátækari. Ég skynjaði eitthvað bergmál úr fyrri mynd Shyamalan... "Sixth sense", sami þungi maðurinn hann Bruce og sama yfirbragð á myndinni. Honum mistókst þó hrapalega í þetta skiptið, ódýr persónusköpun og söguþráðurinn lenti fyrir ofan garð og neðan. Alla myndina var hann að byggja upp (klambra)einhverja spennu og dulmagn sem svo varð aldrei neitt úr. Endirinn myndarinnar slökkti svo alla von um að eitthvað myndi gerast... Sem sagt.. mynd um ekki neitt.
O.K. myndin á eftir að verða umdeild og eflaust ekki jafn vinsæl og Sixth Sense, en ég verð að segja eins og er að hún er betri. Unbreakable er tvímælalaust mynd ársins 2000 og mér fannst hún ákaflega spennandi, handrit leikur og leikstjórn féllu mjög vel saman og sköpuðu að mínu mati sérstaklega skemmtilega og sannfærandi mynd þar sem gott og illt? berjast. Bruce Willis og Samuel L. Jackson leika tvo menn í leit að svörum, spurningarnar eru ekki þær sömu en svörin þau sömu, þeir leita að tilgangi lífsins og hvort þeir finna hann eða ekki verður hver að finna hjá sjálfum sér. Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart því það þurfti ekki ofbeldi eða hraða atburðarás til að skapa spennu, hæg byggingin kom skemmtilega á óvart en myndin varð aldrei leiðinleg. Fléttan er hæggeng að sama skapi en kemur á óvart, sem er eitthvað nýtt í myndum síðustu ára. Ég veit ekki hvað ég get skrifað meira um þessa frábæru mynd, en þeir sem búast við teiknimyndahasar og heilalausu handriti ættu frekar að fara á Red Planet.
M. Night Shyamalan er alveg greynilega (að reyna) að skapa sér eigin stíl og hefur því skotið fram nokkrum myndum sem að byggja allar á því sama í grunnin: einhverju skuggalegu, dökku, óhugnanlegu og með rólegum hasar. Þetta er svosem að ganga upp hjá honum, sem er lofsvert útaf fyrir sig, en verður svolítið þreytt Þar sem að flestar þessar mynda eru ansi líkar, sama hversu mikið þær eru togaðar og teygðar hver frá annari. Þær eru samt allar fanta vel gerðar og metnaðurinn greynilegur hjá honum sem leikstjóra og dettur mér í hug að honum hefur allt frá unga aldri dreymt um að gera myndir af þessum toga. Þar sem að ég er mikill Bruce Willis fan þá varð ég að gefa þessari séns og hún er bara nokkuð góð. Hann er búinnn að taka að sér nokkur rólegri hlutverk í gegnum tíðina og er þessi ein sú rólegasta fram til þessa. Söguþráður þessarar myndar er svosem ekki magnaður í sjálfum sér en frásagnaratíllinn er þannig að manni er ekki að leiðast. Samuel L Jackson er hér séður frá nýju sjónarhorni og tekst honum með ágætum að koma því frá sér, en er þó ekki að slá neina leiksigra. Ég spái því að eftir nokkra tugi ára verður Shyamalan kominn með alltof margar svona létt-draugamyndir, nema þá að hann breiti aðeins um stíl, -en þá verður hann að passa sig á að stíga ekki í fjölfarnar gildrur.
Unbreakable er mjög sérstök mynd eins og allar myndir hans Shymalans eru. Sixth Sense var frábær, Signs var frábær, Village fannst mér þó ekkert sérstök en allar þessar myndir eru sérstakar. Unbreakable sem er næsta myndin hans eftir Sixth Sense sá ég í biói jólin 2000 og var agndofa yfir sumum atriðum og er það en. Ég dýrka kvikmyndatökuna í myndum hans Shymalans, tónlistina og allt saman. Unbreakable fjallar um David Dunn sem er afar venjulegur maður, er að skilja við konuna og á einn ungann son. Á leið sinni heim frá New York þá lendir hann í lestarslysi en er sá eini sem kemur lífs af, og hann hefur ekki eina skrámu. Samuel L. Jackson leikur Elijah Price sem finnur Dunn og segir kenningu sína. Elijah sem hefur genagalla í beinbyggingu sinni sem gerir bein hans auðveld að brjóta er sannfærður um að maður er til sem er á hinum endanum. Með óbrjótanleg beina, einhver sem aldrei verður veikur eða líkamlega sár. Það fjallar Unbreakable um. Leikurinn í myndinni er rosalegur eins og má búast við sérstaklega með þessu leikaraliði. Ég er líka mjög sáttur með tónlistina eftir James Newton Howard, hann gerir senurnar betri með þessari sterku tónlistarsnilli sinni. M. Night Shymalan hefur gert frábærar myndir og Unbreakable er ein þeirra. Ég gef henni það sem hún á skilið,
Ótrúleg mynd með góðum leikurum, góðum leikstjóra (Anthony Mingella,The English Patient,The Talented Mr.Ripley) góðu handriti og bara öllu góðu! Inman (Jude Law)er vinnumaður sem fer í Þrælastríðið og skilur eftir kærustu sína (Nicole Kidman). En þegar hann hefur upplifað ofbeldið og hryllingin í þrælastríðinu flýr hann og ætlar að fara heim til Kaldbaks. Á meðan Inman lendir í grimmustu hremmingum er líka skyggnst inn í hvernig líf kærustunnar og vinnukonu hennar er(Reneé Zellwegger) á meðan Inman er á leiðinni. Það mætti lengja byrjunaratriðið (trúið mér það er ótrúlega magnað!) en það er eiginlega eini gallinn við myndina. Allir leikararnir standa sig með prýði (Reneé Zellwegger fékk loksins Óskarsverðlaun fyrir bestu konu í aukahlutverki). Myndin er mjög ofbeldisfull og það er eiginlega svartur gálgahúmor í henni. Cillian Murphy (28 Days Later) hefur kameó sem norðanmaður.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$75.000.000
Tekjur
$248.118.121
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 2000
VHS:
25. júní 2001
- Joseph Dunn: Do you think you could beat up Bruce Lee?
David Dunn: No, Joseph.
Joseph Dunn: Even if he wasn't allowed to kick, and you were really mad at him? - Elijah Price: They called me Mr. Glass.