Ekki síðan Iron Man eða jafnvel The Dark Knight
í fyrra hef ég séð mynd sem svona auðveldlega fær fólk til að vera á
einu máli. Út um allan heim hefur Star Trek verið forsýnd þónokkuð
mörgum sinnum og virðast gagnrýnendur ekki vera síður slefandi yfir
ræmuna heldur en harðir aðdáendur.
Þegar þessi texti er skrifaður er myndin komin með 95% á rottentomatoes.com, sem verður að teljast nokkuð ljúft.
Hérna er smá brot af því sem gagnrýnendur hafa verið að segja:
3.5/4
„It’s an
irresistible invitation for fun. What more can you ask of a summer movie?“ – Rolling Stone
3.5./4
„Smart, epic and eye-popping!“ –
New York Post
9.5/10
„If this doesn’t jump start the franchise, I don’t know what could!“-
JoBlo.com
4/4
„…even if you’ve NEVER seen „Star Trek“ you’ll be hooked.“ –
Pop Culture Review
5/5
„This brilliant reninvention of the beloved sci-fi franchise boldly
(and smartly) goes where no ‘Star Trek’ has ever gone before.“ –
Hollywood.com
Sá eini sem virðist EKKI vera að fíla myndina (hingað til) er Roger
Ebert, sem gefur henni tvær og hálfa stjörnu af fjórum. Venjulega
finnst mér persónulega ekki gaman að setja út á skoðanir annara
gagnrýnenda, en ég geri stundum undantekningar. Ég meina, halló! Þetta
er sami maðurinn og gaf Knowing fullt hús stiga!
Það verður a.m.k. spennandi að sjá hvað íslendingar og sérstaklega
aðrir íslenskir fjölmiðlar hafa að segja um myndina, sem kemur í bíó á morgun.
Þið sem eruð búin að sjá myndina, hvort sem það var á Nexus- eða
óvissusýningu, endilega kommentið hér fyrir neðan hvað ykkur fannst (já
Þráinn, þú líka!). Væri nett gaman að heyra fleiri alíslensk álit.

