Það á að fara að gera nýja The Exorcist og mun Liam Neeson ( Schindler’s List ) leika Séra Merrin í myndinni. Myndin, sem ber enn engan opinberan titil, mun fjalla um hinn unga Merrin og þær kringumstæður sem hann lendir í er hann fer til Afríku sem trúboði og hittir djöfulinn fyrst, löngu áður en atburðirnir í Exorcist áttu sér stað. John Frankenheimer ( Ronin ) mun leikstýra þessari mynd, en hún komst á skrið þegar gamla Exorcist sló í gegn á ný þegar hún var sett aftur í bíó og á DVD.

