Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ronin 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. janúar 1999

Your ally could become your enemy

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Fékk MTV verðlaun fyrir besta hasaratriðið þegar Robert de Niro eltir Natasha McElhone í bílaeltingarleik í Frakklandi.

Ronin er japanska orðið yfir Samurai stríðsmann án meistara. Í þessu tilfelli, þá eru Ronin allskonar sérfræðingaúrhrök, sem bjóða öllum þjónustu sína fyrir peninga. Dierdre ræður nokkra Ronin í sérsveit til að ná mikilvægri skjalatösku frá manni sem um það bil að fara að selja hana Rússum. Eftir að aðgerðin tekst, þá er töskunni umsvifalaust... Lesa meira

Ronin er japanska orðið yfir Samurai stríðsmann án meistara. Í þessu tilfelli, þá eru Ronin allskonar sérfræðingaúrhrök, sem bjóða öllum þjónustu sína fyrir peninga. Dierdre ræður nokkra Ronin í sérsveit til að ná mikilvægri skjalatösku frá manni sem um það bil að fara að selja hana Rússum. Eftir að aðgerðin tekst, þá er töskunni umsvifalaust skipt út af meðlimi hópsins, sem virðist vera að skara eld að eigin köku. Nú hefst flókið net þar sem allir virðast vera á móti öllum... ... minna

Aðalleikarar


Ronin er mjög góð mynd, sem skartar úrvalsleikurum og tveir þeirra eru tveir af mínum uppáhaldsleikurum Deniro og Reno. Hasaratriðin eru flott og myndin gerist í Frakklandi sem mér finnst skemmtileg tilbreyting frá Bandaríkjunum. Ráðlegg öllum sem hafa gaman af góðum hasarmyndum og Deniro myndum að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er þrusugóð hasarmynd með snildar leikurum þar á meðal Robert DeNiro.Þetta er mynd sem ég get séð aftur og aftur.

Kvikmynda takan er góð og söguþráðurinn er frábær.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ronin er bara í einu orði sagt rosalega góð. Kvikmyndatakan er frumleg, handritið alveg pottþétt og sviðsetningin frábær. Robert De Niro leikur alveg ágætlega og Stellan Skarsgard er frábær vondi karl. Handritið er virkilega flugbeitt og passar alveg. John Frankenheimer vandaði sig virkilega á þessari mynd og á hann ekkert nema lof skilið. Þetta er ein af fáum myndum sem lítilsvirðir áhorfendum sínum ekki með því að nota auðvelt handrit og flottar tæknibrellur, heldur er hún mjög vönduð og sérstök. En þetta er heldur alls ekki Hollywood-mynd, sem betur fer. Þessi mynd er næstum því alveg gallalaus og ég mæli gjörsamlega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vönduð mynd með gæðaleikurum(samt bera Robert De Niro og Jean Reno af) fín afþreying sem ætlir sem hafa gaman af spennumyndum ættu að sjá. Samt er þetta svona mynd sem maður getur horft á í röð. En myndin fjallar um tösku sem Niro,Reno,Bean Skågskard, eiga að ná, en svo verða svik í hópnum, svo er myndin öll þrælskemtilegur eltingaleikur eftir það. Mjög góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Samurajar sem misstu húsbændur sína út af því að þeim tókst ekki að vernda þá nógu vel voru neyddir til að reika um og leita sér að vinnu fyrir hina ýmsu vafasömu náunga. Þeir hétu ekki lengur samurajar. Þeir hétu Ronin. Myndin fjallar um Bandaríkjamanninn Sam, Robert De Niro, Frakkann Vincent, Jean Reno, Þjóðverjann Gregor, Stellan Skarsgård, og Bretann Spence, Jean Bean, sem eru allir ráðnir af dularfullri írskri konu, Natascha McElhone, til að ná í skjalatösku sem á að vera geysilega verðmæt. Félagarnir gera sig klára og ná töskunni auðveldlega. En þá koma upp svik í hópnum og einn stingur af með töskuna. Restin af grúppunni verður þá að elta manneskjuna og ná aftur töskunni. Spurningarnar eru: Hver er að svíkja hvern og hvað er í töskunni. Ronin er örugglega ein af betri spennumyndum í ár. Ekki bara er hún þrælspennandi heldur er hún einnig vitsmunaleg. Myndin nær hápunktum sínum í ótrúlega vel gerðum bílaeltingaleikjum sem eru geysilega vel útfærðir af leikstjóranum, John Frankenheimer. Leikararnir eru allir frábærir og eru bestir þeir Robert De Niro og Jean Reno. Eftir hina hræðilegu mynd, The Island of Dr. Moreau, er greinilegt að John Frankenheimer er kominn aftur á fullt skrið með spennumynd sem ætti engan að svíkja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.04.2023

Hrollur, þokki og martraðafóður

Þrjár spennandi en mjög ólíkar kvikmyndir koma í íslensk bíóhús þessa helgina. Fyrsta ber að telja Beau is Afraid sem forsýnd var í samstarfi við Kvikmyndir.is á fimmtudaginn síðasta. Eins og Tómas Valgeirsson bíógagnr...

17.08.2020

Enginn Reeves í 47 Ronin framhaldinu

Samkvæmt frétt á kvikmyndavefnum Deadline þá er í vinnslu framhald á Keanu Reeves myndinni 47 Ronin. Búið er að ráða leikstjóra, en það sem kemur mest á óvart varðandi kvikmyndina er að aðalstjarna fyrri myndarinn...

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn