Aðalleikarar
Leikstjórn
Ágætis mynd um David Thewlis sem leikur mann í Sameinuðu Þjóðunum en þegar flugvélin ferst þurfa þeir eftirlifandi að keppast um seinust vatnsdropa og snúa sér að drepa hvorn annan en Thewlis er sá eini sem lifir af og er fundinn af skipi berandi Val Kilmer sem tekur Thewlis á eyju Dr. Moreaus. Thewlis kemst að eitthvað skrýtið sé á seyði á eyjunni og reynir að flýja en hann veit þegar of mikið. Og eru sköpunarverk Moreaus að snúast gegn meistara sínum ofbeldislega. Myndin er undirmetin á sinn hátt en sumt í myndinni er alveg út í hött og bara alveg hundleiðinlegt en myndin sjálf er þess virði að sjá og jafnvel eiga.
Ég verð að segja eins og er, mér finnst þessi mynd alls ekki slæm. Góðir leikarar í aðalhlutverki og hún er alveg andskoti spennandi.
Alveg finnst manni grátlegt þegar svona einvalalið fagmanna sendir frá sér öskutunnumat sem þetta. Myndin er í molum frá upphafi til þess sem á að vera endir og finnst manni heldur súrt að þetta komi frá þeim sama leikstjóra og gerði meistaraverkin Ronin og Manchurian Candidate. Byggt á líklega verstu sögu H.G. Wells sem hefur nokkrum sinnum áður verið kvikmynduð. Varist sem heitan eldinn og þykir mér víst að flestum þyki skemmtanagildi stillimyndar ríkissjónvarpsins meira.
Um myndina
Leikstjórn
John Frankenheimer, Richard Stanley
Handrit
Richard Stanley, H.G. Wells, Ron Hutchinson
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
25. október 1996