Náðu í appið
The Island of Dr. Moreau

The Island of Dr. Moreau (1996)

"Through DNA experimentation Dr. Moreau has upset the balance of nature. By turning animals into humans, he's turned heaven into hell."

1 klst 36 mín1996

Myndin gerist árið 2010.

Rotten Tomatoes23%
Metacritic37
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin gerist árið 2010. Dr. Moreau hefur með góðum árangri sameinað erfðaefni manna og dýra, og búið til nýja dýrategund. En ekki gengur allt eins og í sögu, og David Thewlis verður að stöðva tilraunirnar áður en það verður um seinan. Mann-skepnurnar sem Dr. Moreau hefur búið til dýrka skapara sinn sem guð og föður og lifa samkvæmt hans lögum, en hver og einn þeirra er með ígrætt tæki í líkamanum sem bæði getur valdið þeim sársauka og dauða. Samningamaður Sameinuðu þjóðanna, Edward Douglas, sem er eini eftirlifandinn úr flugslysi, er hjálpað á land á eyju Dr. Moreaua af eiturlyfjasjúkum og klikkuðum aðstoðarmanni vísindamannsins, Montgomery, og verður að lokum fangi. Hann verður skelfingu lostinn að verða vitni að tilraunum Dr. Moreau, og óttast um líf sitt. Douglas biður dóttur Moreau að hjálpa sér að flýja eynna, en Montgomery og hans menn koma í veg fyrir það í hvert sinn. Að lokum uppgötva skepnurnar tilveru raftækjanna í líkama sínum og fjarlægja þau, sem gefur þeim færi á að gera uppreisn.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

New Line CinemaUS

Gagnrýni notenda (3)

Ágætis mynd um David Thewlis sem leikur mann í Sameinuðu Þjóðunum en þegar flugvélin ferst þurfa þeir eftirlifandi að keppast um seinust vatnsdropa og snúa sér að drepa hvorn annan en T...

★★★★☆

Ég verð að segja eins og er, mér finnst þessi mynd alls ekki slæm. Góðir leikarar í aðalhlutverki og hún er alveg andskoti spennandi.

Alveg finnst manni grátlegt þegar svona einvalalið fagmanna sendir frá sér öskutunnumat sem þetta. Myndin er í molum frá upphafi til þess sem á að vera endir og finnst manni heldur súrt a...