Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Schindler's List 1993

The List Is Life

195 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 95
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd, leikstjórn, handrit, tónlist, sviðshönnun, klippingu og myndatöku. Var einnig tilnefnd fyrir besta leikara (Liam Neeson), búningahönnun, förðun, hljóð og leikara í aukahlutverki (Ralph Fiennes).

Oskar Schindler er sjálfumglaður og gráðugur þýskur viðskiptajöfur, sem gerist mannvinur mitt í ríki Nasista í Þýskalandi og ákveður að breyta verksmiðju sinni í flóttamannabúðir fyrir Gyðinga. Myndin er byggð á sannri sögu, en Oskar Schindler náði að bjarga 1.100 gyðingum frá því að verða sendir í Auschwithz fangabúðirnar þar sem gasklefinn... Lesa meira

Oskar Schindler er sjálfumglaður og gráðugur þýskur viðskiptajöfur, sem gerist mannvinur mitt í ríki Nasista í Þýskalandi og ákveður að breyta verksmiðju sinni í flóttamannabúðir fyrir Gyðinga. Myndin er byggð á sannri sögu, en Oskar Schindler náði að bjarga 1.100 gyðingum frá því að verða sendir í Auschwithz fangabúðirnar þar sem gasklefinn beið þeirra. ... minna

Aðalleikarar


Snilldarverk frá meistara Steven Spielberg sem að enginn mun gleyma í langan tíma. Ótrúlega vel gerð, mjög átakanleg mynd að horfa á og örugglega ein raunsæjasta mynd sem gerð hefur verið um seinni heimsstyrjöldina, með einu eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar þegar stelpan kemur í lit(eins og annar hefur sagt hér frá). Svo eru frammistöður þeirra Liams Neeson, Ralph Fiennes og Ben Kingsley stórkostlegar. 4 stjörnur er bókað mál.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd finnst mér persónulega vera besta mynd sem gerð hefur verið. Leikstjórnin, leikurinn og bara allt saman. Ég er örugglega

búin að sjá hana svona 20 sinnum og mér finnst hún alltaf jafn góð og ég fæ aldrei leið á henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mögnuð, snilldarleg, frábær, stórkostleg. Myndin lýsir baráttu og kvöl gyðingja í seinni heimstyrjöldinnni. Myndinni er frábærlega leikstýrt af Steven Spielberg og leikararnir er frábærir, Liam Neeson er sannfærandi, Ralph Fiennes er frábær og Ben Kingsley sýnir besta leik sem ég hef nokkurntíma séð.

MEISTARAVERK!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hann Steven Spielberg hefur eiginlega bara gert góðar myndir, það er 17 myndir sem hann hefur leikstýrt með 7.0 eða hærra í einkunn inná imdb.com., og það eru fimm myndir eftir hann inná top 250 listanum inná imdb.com. Myndin fjallar um hann Oskar Schindler sem fæddist 28 Apríl í Svitavy í Tékklandi og dó 9 Október 1974 úr hjartaáfalli. Hann Schindler bjargaði rúmlega 1100 gyðingum frá fangabúðum nasista, það hefur enginn ein manneskja bjargað það mörgum gyðingum bara eins liðs en hann Oskar Schindler. Hann giftist Emilie Schindler 6 Mars 1928 og hún sást í endanum þegar þetta fólk sem eru þessar manneskjur í myndinni kom og setti stein á gröfina hans Schindlers. Þarna í endanum komu þessar manneskjur og líka þau sem léku þær og settu stein á gröfina hans. Svo þegar allir voru búnir að setja stein á gröfina hans Schindlers þá setti Steven Spielberg rós á gröfina og þá var myndin búin. Myndin er svarthvít og mér finnst það vera hárrétt ákvörðun hjá Steven Spielberg því að það gerir það raunverulegra og meira líkt því að þetta gerist í alvörunni á þessum tíma. Stundum þegar ég var að horfa á myndina þá gleymdi ég að þessi mynd væri svart hvít því að það passaði svo vel að hafa hana svart hvíta. Schindler's List fékk sjö Óskarverðlaun þar á meðal besta mynd, besti leikstjóri og besta handrit. Mér fannst leiðinlegt að Liam Neeson fékk ekki Óskarinn fyrir besti leikari í aðalhlutverki því að hann stóð sig svo frábærlega vel í hlutverki Oskars Schindlers. Mér finnst að Schindler's List ætti að vera ofar á top 250 listanum því hún er bara í 7 sæti, þetta er eitt að bestu myndum allra tíma og bókstaflega á top 5 yfir bestu myndir 1990-2000. Þessi mynd ætti að vera geymd gulllituð á Louvre safninu. Aðalhlutverk: Liam Neeson(Star Wars Episode 1 - The Phantom Menace), Ben Kingsley(Gandhi), Ralph Fiennes(The English Patient) og Caroline Goodall(The Princess Diaries 2: Royal Engagement), ég gef þessu meistaraverki fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Steven Spielberg er snillingur. Þetta er næstbesta mynd hans. Myndin gerist í seinni heimstyrjöldinni þegar nasistarnir voru að drepa gyðingana. Oskar nokkur Schindler (Liam Neeson,Love Actually) á málmverksmiðju og hefur hana aðallega til að græða pening. Það eru bara gyðingar sem vinna þar og hann er því að bjarga þeim frá því að deyja í fangabúðum. Aðstoðarmaður hans (Ben Kingsley, The House Of Sand And Fog) er líka gyðingur og góður vinur hans. Þegar Schindler áttar sig á því hvað þetta er ömurlegt hvernig nasistarnir fara með gyðingana byrjar hann að hjálpa þeim. Miskunnarlaus hershöfðingi (Ralph Fiennes, Red Dragon) er einmitt öfugt við Schindler og er bara að drepa gyðinga sér til skemmtunar. Myndin segir líka frá því þegar nasistarnir gerðu svokallað gettó blóðbaðið en það er þegar nasistarnir drápu alla gyðinga sem þeir fundu í gettóinu. Myndin er ekki aðeins meistaraverk heldur líka listaverk, því að Spielberg tók upp myndina í svarthvítu sem nær einmitt anda heimstyrjaldarinnar. Myndin getur verið ofbeldisfull á pörtum en það skiptir engu máli því hún er hvort sem er snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2020

Leigumorðingi missir minnið

Hinn grjótharði kvikmyndaleikari Liam Neeson hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í glæpatryllinum Memory, í leikstjórn Martin Campbell. Tökur myndarinnar eiga að hefjast í Bandaríkjunum í ágúst á þessu ári, en í mynd...

25.10.2018

Star Wars tónskáld á sjúkrahúsi

Star Wars tónskáldið John Williams hefur neyðst til að hætta við að koma fram á þremur tónleikum, eftir að hann þurfti að leggjast inn á spítala vegna veikinda. Tónskáldið, sem er 86 ára gamalt, átti að koma fram...

16.10.2015

Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tö...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn