Næst hjá John Woo

John Woo floppaði afar illa með síðustu mynd sína, Windtalkers, en þrátt fyrir það ætlar Paramount að treysta honum fyrir einu af mest spennandi verkefnum sem þeir eru með í gangi. Er það kvikmyndin Paycheck, gerð eftir sögu Philip K. Dick, en sögur hans hafa yfirleitt þótt góðar til kvikmyndunar ( Total Recall , Minority Report ). Fyrst ætlaði leikstjórinn Brett Ratner að leikstýra henni þegar hann væri búinn með Red Dragon, en ákvað síðan að gera frekar nýju Superman myndina. Þá kom einna helst til greina að Kathryn Bigelow ( K-19: The Widowmaker ) myndi leikstýra henni, en þar sem K-19 floppaði svo illa ákvað Paramount að taka ekki áhættuna. Þá var haft samband við Woo og hann beðinn um að leikstýra myndinni, en hún fjallar um mann einn sem man ekkert hvað búið er að gerast undanfarin tvö ár. Hann þarf því að nota einfalda hluti í kringum sig, og reyna að komast að því hvað hefur hent hann.