Hin 18 ára gamla Keira Knightley ( Bend it like Beckham , Pirates of the Caribbean ) og Jude Law munu leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Tulip Fever, sem gerð verður fyrir Dreamworks og Miramax kvikmyndaverin. Myndin verður skrifuð af Tom Stoppard og leikstýrt af John Madden, en það voru einmitt þeir sem færðu okkur Shakespeare in Love. Myndin fjallar um unga stúlku á 18. öldinni sem giftist ríkum kaupmanni til þess að komast úr fátæktinni. Hún hittir síðan fallegan ungan listamann og kemst að því að ástin er mikilvægari en peningar. Einhversstaðar koma síðan túlípanar við sögu.

