Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bend It Like Beckham 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. október 2002

A winning comedy. / Who wants to cook Aloo Gobi when you can bend a ball like Beckham?

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Gamanmynd sem fjallar um að sveigja reglurnar til að ná markmiði sínu. Myndin fjallar um heim kvennafótbolta, allt frá sparki úti í almenningsgarði að aukaspyrnum í úrslitaleiknum. Myndin gerist í Hounslow í vestur London og í Hamborg, og fjallar um tvær 18 ára stelpur sem eru ákveðnar í að verða atvinnumenn í fótbolta. Þó að þær hafi ástríðu fyrir... Lesa meira

Gamanmynd sem fjallar um að sveigja reglurnar til að ná markmiði sínu. Myndin fjallar um heim kvennafótbolta, allt frá sparki úti í almenningsgarði að aukaspyrnum í úrslitaleiknum. Myndin gerist í Hounslow í vestur London og í Hamborg, og fjallar um tvær 18 ára stelpur sem eru ákveðnar í að verða atvinnumenn í fótbolta. Þó að þær hafi ástríðu fyrir fótboltanum, þá stoppar það ekki foreldra þeirra í að hvetja þær til að hætta í boltanum, finna sér kærasta og læra að elda fullkomnar Chapatti flatkökur.... minna

Aðalleikarar


Drepfyndin og dæmigerð bresk gamanmynd sem er frumleg og skemmtileg frá upphafi til enda. Myndin fjallar um indverska stelpu sem er ótrúlega góð í fótbolta en ættingjar og foreldra hennar eru reið yfir þessu og þeim finnst fótbolti bara vera fyrir heimska karlmenn. En hún verður sett í landsliðið og þarf að fela það fyrir foreldrum sínum. Bretar eru snillingar í gríni og gera oft fyndnar myndir eins og þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis afþreying, létt mynd um vandræði nýbúa í fjölmenningalegu samfélagi, hefðir og menning tveggja heima mætast á skondinn hátt í ágætri mynd. Ekki týpísk stelpumynd(humm allavega ekki fyrir okkur sem erum ekki fótboltasinnaðar) þó uppsetningin gæti boðið uppá það, en með stelpumyndaívafi ágæt rómantísk flétta og húmor. Um baráttuna við að finna sjálfan sig og standa undir væntingum foreldranna og samfélagsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bend it like Beckham er að mínu mati ágætismynd. Hún fjallar í grófum dráttum um Indverska stelpu sem heitir Jess og á heima í Englandi og finnst mjög gaman í fótbolta. Hún hefur enga reynslu nema bara að vera úti í fótbolta með strákunum. En fjölskyldan vill ekki sjá að Jess sé í fótbolta, því að í þeirra augum er fótbolti bara fyrir stráka, en indverskar stelpur eiga bara að vera heima og læra að elda góðan mat. En þegar Jess býðst að æfa fótbolta þá fá foreldrarnir nó og banna henni að vera í fótbolta, en þá hefst feluleikurinn um að foreldrarnir mega ekki vita að hún sé að æfa. Margt annað spilar inn í t.d brúðkaup systurinnar, þjálfarinn, enska vinkonan og stráka vinirnir og svo auðvitað stjarnan sjálf David Beckham.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn