Dans – og söngvamyndin Mamma mia! Here We Go Again fór ný á lista, rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, og kemur líklega fáum á óvart, enda naut fyrri myndin, Mamma Mia! frá árinu 2008, mikilla vinsælda á sínum tíma.
Rúmlega 11 þúsund manns sáu myndina, en næst aðsóknarmesta kvikmyndin, Hótel Transylvanía 3, fékk til samanburðar rúmlega þrjú þúsund gesti um helgina. Toppmynd síðustu viku, Skyscraper, varð að sætta sig við að detta niður í sjöunda sæti listans.
Þriðja aðsóknarmesta kvikmyndin um helgina var svo Hin Ótrúlegu 2.
Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. The Equalizer 2, toppmyndin í Bandaríkjunum, fór beint í fjórða sætið, hrollvekjan Hereditary fór beint í það sjötta, og beint í tuttugasta sæti listans fór myndin Hearts Beat Loud.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: