Af hverju Friends?

Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu?

Í aðdraganda þess að frægu sexmenningar Central Perk hverfa af streymi Netflix nú um áramótin þykir kjörið að skoða aðeins sögu, einkenni og vinsældir þáttanna. Auk þess þykir vert að kanna það hvers vegna þekktar persónur grínþátta verða svona oft heimskari eða hræðilegri með hverri þáttaröð.

Einnig er farið yfir alls konar formúlur vestrænna gamanþátta, ágæti og feilspor þess efnis sem í boði er – og umfram allt hvaða galdur fylgir góðri tíð sitcom-sería.

Poppkúltúr sest í sófann góða með þykkan kaffibolla.

Fleiri innslög Poppkúltúrs má finna hér eða á öllum helstu streymisveitum.

Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Sigurjón Ingi Hilmarsson og Tómas Valgeirsson, umsjónarmenn Fésbókarhópsins Bíófíklar, sem stýra þættinum.