Hvers vegna tölum við ekki oftar um Before-þríleikinn?

Poppkúltúr Extra er sérstakur „bónusþáttur“ í flokki okkar hlaðvarps þar sem meiri áhersla er lögð á kvikmyndaumræður fyrir lengra komna, ef svo mætti að orði komast.

Til umræðu núna er litli þríleikurinn sem gat; með litla peninga, mikla einlægni og þolinmæði að vopni ásamt krafti góðs samspils og lúmska bíótöfra. Þar er þá átt við „aðsóknarminnstu“ trílógíu heims frá Richard Linklater, hinum virta leikstjóra með indíræturnar, og skartar þeim Julie Delpy og Ethan Hawke í hlutverki ógleymanlegs pars.

Before Sunrise (1995), Before Sunset (2004) og Before Midnight (2013) hlutu allar góða dóma, jafnvel glæstar útnefningar stórverðlauna vegna handrits. Lítið hefur farið fyrir þeim er þó ávallt tilefni til góðrar umræðu að gefa þeim sviðsljósið.

Þessar kvikmyndir eru alfarið drifnar af samtölum, tengingu og lífsins hugleiðingum þeirra Celene (Delpy) og Jesse (Hawke). og grandskoða á marga vegu ástina, rómantík og þann blákaldan veruleika sem liggur á milli, og einnig þeirra á milli.

Gestur að sinni er Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður og má finna þáttinn á helstu streymum – og hér: