Aflimaður Driver með Stallone í Tough as They Come

sylvester-stallone-expendables-2Bandaríski Óskarstilnefndi leikarinn og leikstjórinn Sylvester Stallone mun leikstýra og leika aðalhlutverk í myndinni Tough as They Come, ásamt Star Wars leikaranum Adam Driver.

Myndin er byggð á ævisögulegri metsölubók Travis Mills, og segir sanna sögu bandaríska hermannsins Mills sem varð sá eini af fimm hermönnum sem lifði af fjórfalda aflimun eftir að hafa stórslasast á vígvellinum. Í sögunni er sjónum beint að sambandi hermannsins við tough-as-they-come-covertengdaföður sinn, sem stóð þétt við bakið á honum eftir að hann var útskrifaður af spítalanum.

Driver mun leika Mills og Stallone leikur tengdaföðurinn.

Nýjasta mynd Driver er Martin Scorsese myndin Silence.