Aldurstakmörk

Í dag birtist viðtal í Fréttablaðinu við Tómas Valgeirsson, einn af stjórnendum síðunnar, þar sem hann talar um starfsemi SMÁÍS við aldurstakmarkanir á kvikmyndum. Hægt er að lesa greinina hér. Ísland er þó ekki eina landið með ófullkomið kerfi í aldurstakmörkunum enda ekki allir á eitt sáttir hvernig best er að þeim staðið. Okkur er alls ekki sama hvað börnin okkar horfa á. Í Bandaríknunum sér t.d. MPAA um þetta, en gallarnir þar eru þó af öðrum toga. Það var gerð mjög áhugaverð heimildamynd um þá sem heitir This Film Is Not Yet Rated. Mæli með henni.

En það sem mig langaði til að gera í samhengi við þetta er að rifja upp 10 skondin dæmi um aldurstakmarkanir í Bandaríkjnunum. Eins og flestir vita gefur MPAA aldurstakmörk á borð við PG, PG-13 og R. Meðfylgjandi hverju merki er stuttur rökstuðningur fyrir aldurstakmarkinu á borð við „mild language“, „violance“ og „drug use“. En þar sem þeir geta í raun gefið hvaða ástæðu sem þeir vilja geta þær stundum orðið soldið skondnar.

10 Frankie and Ollie: Rated PG for a moment of language and “a brief view of a nude drawing“’.
9 Freaked: Rated PG-13 for language, some sexual situations and “’bizarre humor“’.
8 Team America: World Police: Rated R for graphic crude and sexual humor, violent images and strong language – “’all involving puppets“’.
7 Big Bully: Rated PG for “’mean-spirited pranks“’, some crude humor and language.
6 Alien Vs. Predator: Rated PG-13 for violence, language, horror images, “’slime“’ and gore.
5 Dimples: Rated PG for “’historic racial stereotyping“’.
4 Godzilla vs. Biollante: Rated PG for “’traditional Godzilla violence“’.
3 Bushwhacked: Rated PG for language and “’a mild birds and bees discussion“’.
2 The Skateboard Kid II: Rated PG for brief mild language and “’an adolescent punch in the nose“’.
1 Twister: Rated PG-13 for “’intense depiction of very bad weather“’.

Hér eru svo gömlu trailerarnir sem komu á undan öllum VHS spólum í gamladaga: Leyfð, 12 ára og 16 ára.