Hundurinn Hank í klóm kattarins, eða Paws of Fury: The Legend of Hank, sem byggð er á kúrekagrínmynd Mel Brooks frá árinu 1974, hefur margvíslegan boðskap fram að færa.
Eins og Movieweb bendir á þá er auðvitað ekkert nýtt að teiknimyndir vilji kenna okkur eitt og annað. En boðskapurinn sem Hundurinn Hank í klóm kattarins, sem kom í bíó á dögunum, býður upp á, er þessi:
- Allir geta verið hetjur
Aðalhetjan er auðvitað veiðihundurinn Hank, sem Michael Cera talar fyrir í enskri útgáfu myndarinnar (Arrested Development, Scott Pilgrim vs. The World). Persónan er sannkallaður lítilmagni. Til stendur að taka Hank af lífi eða allt þar persóna Ricky Gervais (The Office, After life), Ika Chu, ákveður að gera hann að samúræja-stríðsmanni. Ika Chu telur að hinn lítt hæfi Hank sé tilvalinn fulltrúi í að verja borgina.
Frábær hetja
Hank er frábær hetja því hann kemur af engum efnum, eins og Movieweb bendir á. Og þrátt fyrir ýmsar áskoranir, klaufaskap og vandræðagang, þá gefst hann aldrei upp og sannar fyrir áhorfendum að allir geta verið hetjur.
2. Láttu aldrei láta frægð og velgengni vaxa þér yfir höfuð
Snemma í myndinni fer Hank að ganga vel. Nær samstundis eftir að hann byrjar í samúræjaþjálfuninni lendir hann í bardaga við Sumo, stóran gulbröndóttan kött sem Djimon Hounsou talar fyrir (How to Train your Dragon 2, Guardians of the Galaxy). Þrátt fyrir að hafa lent undir í átökunum þá tekst Hank að yfirbuga þessa gríðarstóru kisu og slær í gegn.
Fer á djammið
Því miður þá lætur Hank frægðina vaxa sér yfir höfuð og hættir í samúræjakennslunni. Hann fer á djammið með andhetju myndarinnar, Ika Chu, til að fagna nýfengnum árangri. Á meðan er borgin eyðilögð af þrjótum sem brjóta allt og bramla. Hank er niðurbrotinn og neyðist til að horfa í eigin barm og sjá að þrátt fyrir velgengnina á hann enn langt í land með að verða alvöru samúræji.
3. Stundum eru gáfur betri en vöðvar ( þó það saki ekki að vera með vöðva)
Augljóslega, þá er nauðsynlegt fyrir persónu sem vill vera ógnvekjandi aðalhetja í slagsmálamynd að hafa smá vöðva og kraft. En Hank, sem er heldur lítt ógnvekjandi veiðihundur, þarf oft að takast á við óþokka sem eru miklu stærri en hann sjálfur. Því veitir honum ekki af því að vera klókur og sniðugur.
Listform sem krefst hugvits
Slagsmálalistir snúast, eins og nafnið ber með sér, ekki bara um styrk. Þetta er listform og þarfnast, sem slíkt, mikils hugvits og sköpunarkrafts. Þegar kvikmyndin nálgast endapunkt, þá býr Hank, ásamt þorpsbúum, til risastóra eftirlíkingu af bænum og notar þar Origami tækni sem vísað er til fyrr í myndinni (bærinn sem byggð er eftirmynd af er bein vísun í Blazing Saddles).
Eftirlíkingin er hlaðin sprengiefni sem veldur usla í liði Ika Chu.
Þetta atriði sýnir að þrátt fyrir að standa frammi fyrir ofurefli liðs, þá getur sköpunarkrafturinn hjálpað til við að vinna hverja orrustu.