Allt er sextugum fært

MCDLOHE EC007Kvikmyndastjarnan John Travolta fagnaði sextíu ára afmæli sínu í dag, en um helgina var hann umkringdur aðdáendum sínum á sérstöku kvöldi þar sem hann svaraði spurningum þeirra úr sal.

Viðburðurinn A Conversation With John Travolta var haldin í Theatre Roaly Drury Lane og var miðaverð um 350 pund. Viðburðurinn byrjaði á 15 mínútna myndbandi með atriðum úr hans frægustu kvikmyndum og má þar telja Pulp Fiction, Grease og Saturday Night Fever. Síðan mætti Travolta á sviðið og gátu aðdáendur ekki hamið gleði sína.

Travolta spjallaði við aðdáendur um hlutverk sem hann sér eftir að hafa hafnað og hlutverkum sem hann sér eftir að hafa tekið að sér. Umræðan fór síðan svo að hvaða hlutverki hann sé spenntastur fyrir í dag.

„Ég hef aldrei beðið um hlutverk áður, en James Bond hafði mikil áhrif á mig sem krakki, aðalega útaf tækninni, bílunum og flugvélunum, ég elskaði þessar myndir. Aftur á móti hafði Mary Poppins líka áhrif á mig.“

Travolta var svo spurður út í ummæli sín um þess efnis að hann hitti framleiðanda Skyfall á dögunum „Ef ég myndi leika í Bond-mynd núna, þá held ég að ég yrði að leika þorparann.“

Leikarinn tók sér frí frá leiklistinni í þrjú ár og tekur aðeins að sér hlutverk nú til dags sem hann hefur virkilegan áhuga á. Nýjasta myndin hans, The Forger, verður svo frumsýnd seinna á árinu.