Ant-Man and the Wasp: Quantumania – Ný stikla

Ný stikla úr Marvel ofurhetjumyndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania kom út í dag en myndin er væntanleg í bíó hér á Íslandi sautjánda febrúar næstkomandi.

Þetta er þriðja Ant-Man myndin en hinar eru Ant-Man and the Wasp og Ant-Man.

Í myndinni skoða Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrítnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst.

Undraveröld

Stiklan veitir góða innsýn í Skammtaríkið sem virðist vera mikil undraveröld og undir öllu hljómar dægurlagið vinsæla Goodbye Yellow Brick Road eftir Sir Elton John.

Cassie Lang, eða Kathryn Newton , og mauramaðurinn, Scott Lang eða Ant-Man, leikinn af Paul Rudd.

Fyrst í stiklunni fáum við að kynnast því hvernig almenningur tekur Ant-Man í misgripum fyrir Köngulóarmanninn, sem honum líkar kannski ekkert alltof mikið að heyra.

Skammtaríkið er stórfenglegt sjónarspil

Svo erum við leidd inn í Skammtaríkið og þau undur sem þar er að finna.

Evangeline Lilly í hlutverki Hope van Dyne, eða Wasp, og okkar maður Ant-Man.
Michelle Pfeiffer og Michael Dougles eru Janet van Dyne og Dr. Hank Pym.
Jonathan Majors er Kang the Conqueror.