Truflaður í leit að innri friði

Disney fyrirtækið gaf fyrr í vikunni út glænýja opinbera stiklu fyrir Marvel ofurhetjumyndina Thor: Love and Thunder. Þar má sjá Chris Hemsworth í geggjuðum gír í titilhlutverkinu, í mynd sem mun án vafa verða risastór hér á landi.

Thor: Love and Thunder verður frumsýnd á Íslandi sjötta júlí nk.

Friður og ró.

Í myndinni er þrumuguðinn Þór í smávægilegri tilvistarkreppu og leitast við að finna sinn innri frið. Þór fær þó ekki að hvíla hamar sinn Mjölni á hillunni lengi því ný ógn stafar að vetrarbrautinni. Guðabaninn Gorr (leikinn af Christian Bale) leikur lausum hala og hefur einsett sér að útrýma guðunum. Til að sporna við þessum illa vágesti fær Þór til liðs við sig Valkyrjuna (Tessa Thompson), Korg (Taika Waititi) og fyrrum kærustu sína Jane Foster (Natalie Portman). Þau reyna í sameiningu að komast að því hvað liggur að baki hinum ofsafulla hefndarþorsta Gorr gagnvart guðunum og stöðva hann áður en það verður um seinan.

Sweet Child O´ Mine hljómar undir

Sjáðu nýju kitluna hér fyrir neðan sem og nýtt kitlu-plakat, en eins og sjá má í kitlunni leika þar persónur úr Guardians of the Galaxy stórt hlutverk m.a. og undir öllu hljómar Sweet Child O’ Mine eftir Guns N’ Roses:

thor