Áður óséðar ljósmyndir úr Star Wars

ku-xlargePeter Mayhew, sá sem lék Chewbacca í upprunalegu Star Wars-myndunum, tók sig saman og halaði niður gömlum myndum úr safni sínu á Twitter-síðuna sína fyrir stuttu. Um er að ræða nokkrar óséðar myndir úr einkasafni Mayhew, og aðrar sem hafa áður leikið á netið.

Myndirnar eru teknar bakvið tjöldin af aðalleikurum, leikstjóranum George Lucas og tökuliði myndarinnar. Eins og frægt er orðið, hefur Disney keypt réttinn að Star Wars-myndunum og þýðir það að allt sem tengist vörumerkinu Star Wars verður í eigu fyrirtækisins sem Walt Disney stofnaði árið 1923. George Lucas hefur því ákveðið að gefa eftir „barnið“ sitt Star Wars, sem hefur átt hug hans allan í fjöldamörg ár.

Ný Star Wars-mynd er á leiðinni á næsta ári og verður forvitnilegt að sjá hvað leikstjórinn J.J Abrahms geri við viðfangsefnið.

Hér fyrir neðan má sjá ótal myndir frá Twitter-síðu Mayhew.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikk: