Aquaman tónskáld áttaði sig ekki á stærðinni

Tónskáldið Rupert Gregson-Williams vissi að Aquaman var eitt metnaðarfyllsta verkefni sem hann hafði tekið að sér á ferlinum, en hann segir í samtali við The Hollywood Reporter, að það hafi komið andartök í kvikmyndinni, sem leikstýrt er af Saw leikstjóranum James Wan, sem hafi verið svo stór og yfirþyrmandi, að hann þurfti setjast aftur við píanóið og endurhugsa tónlistina.

„Ég vann eftir teikningum og þeim lýsingum sem James gaf mér,“ segir Gregson-Williams við The Hollywood Reporter.  „Þegar ég fékk svo að sjá myndina með tæknibrellunum, þá sá ég að margt var tíu sinnum stærra en ég hafði ímyndað mér, þannig að ég þurfti að bakka, og endurhugsa nokkur stef.“

Gregson-Williams er enginn nýgræðingur í ofurhetjuheimum, en hann samdi einnig tónlistina fyrir DC Comics Warner Bros kvikmyndina Wonder Woman. Gregson-Williams samdi mismunandi stef fyrir Aquaman, sem Jason Momoa leikur af mikilli snilld í myndinni, og þorpara eins og Black Manta, sem Yahya Abdul-Mateen II leikur, og Ocean Master, hálfbróður Aquaman, sem Patrick Wilson leikur, svo dæmi séu tekin. En eitthvað mikilvægasta stefið sem hann samdi var það fyrsta,  fyrir foreldra Aquaman,  drottninguna Atlanna, sem Nicole Kidman leikur, og vitavörðinn Tom, sem Temura Morrison leikur, en ástarsaga þeirra er í raun burðarvirkið í myndinni, enda er myndin um ofurhetju sem tilheyrir tveimur heimum, þ.e. heiminum ofanjarðar og heimi undirdjúpanna.

Hvað rædduð þið James Wan í upphafi verkefnisins?

„Samtalið byrjaði í raun áður en ég var formlega ráðinn í starfið. Hann vildi að ég kíkti á stikluna, sem var smá kitla sem var gerð fyrir einu og hálfu eða tveimur árum síðan. Þá áttum við smá spjall. Ég skildi hann þannig að hann hafi viljað láta Atlantis virðast miklu breiðara og af meiri sögulegri stærð, en það sem sást ofanjarðar. Við byrjuðum strax þarna að ræða liti og þemu. Fyrir um ári síðan þá átti ég langan hádegisverðarfund með honum og þá fékk ég meiri innsýn inní persónurnar. Þarnæst læsti ég mig inni í herbergi í svona mánuð og kom svo til baka með nokkrar hugmyndir.

Hann hefur verið mjög upptekinn, eins og hægt er að gera sér í hugarlund, þetta er svo risastór mynd. Svo margar tæknibrellur. Og klippingin var gríðarlegt verkefni, en ég fékk að eyða þónokkuð miklum tíma með honum. Við hittumst viklulega. Ég áttaði mig nokkuð skýrt á sýn hans fyrir myndina.“

Ástarsagan á milli foreldra Aquaman er svona inngangur að sögunni. Hvert var markmið þitt með þeirra tónlist?

„Sú saga er mjög mikilvæg, og færir innileika og hlýju inn í söguna. Ég áttaði mig á því þegar ég las handritið og byrjaði að fá fyrstu klippingar úr myndinni, að þessi ástarsaga var kjarni sögunnar.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Gregson-Williams í heild sinni.

Hér fyrir neðan eru svo sýnishorn af tónlistinni í myndinni: