Náðu í appið
Saw

Saw (2004)

"Every puzzle has its pieces."

1 klst 43 mín2004

Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör.

Rotten Tomatoes50%
Metacritic46
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Hvar má horfa

Söguþráður

Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör. Á milli þeirra liggur látinn maður sem heldur lauslega utan um kassettutæki og skammbyssu. Þeir finna báðir hljóðsnældu sem passar í kassettutækið í rassvasa sínum. Þeir spila snælduna. Öðrum er verulega brugðið við þetta, en hinum ekki. En þeir hafa verkefni: annar þeirra verður að myrða hinn áður en klukkan slær 6.00, eða að eiginkona og dóttir þeirra munu deyja. Þeir finna sagir í klósetti, og reyna að saga burt hlekkina, en án árangurs. Þeir eru tvö nýjustu fórnarlömb morðingjans Jigsaw. Í endurliti aftur í tímann þá kynnumst við Amanda, stúlku sem verður fórnarlamb Jigsaw. Á höfði hennar er gríma, sem er fest í neðri kjálka hennar. Það er skeiðklukka föst við grímuna, og aðeins einn lykill er til sem getur opnað grímuna, og lykillinn er inni í meltingarvegi klefafélaga hennar sem liggur lamaður hinum megin í herberginu. Ef hún nær ekki að opna grímuna nógu tímanlega þá mun neðri kjálki hennar rifna frá. Hún lifir þetta af, en klefafélagi hennar ekki. Í gegnum röð endurlita aftur í tímann, þá kynnumst við fleiri fórnarlömbum, og því hvernig Jigsaw náðist næstum því, en hann í raun drepur ekki fórnarlömb sín sjálfur. Í staðinn þá finnur hann leiðir til þess að fá þau til að drepa hvort annað, eða sjálf sig, og hann hugsar "leikinn" mjög vel út, og það er engin undankomuleið. Eða þannig lítur það út.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Twisted PicturesUS
Evolution EntertainmentUS
Saw Productions Inc.

Gagnrýni notenda (19)

★★★★★

Þetta er mjög góð mynd og vel leikin og það kom mér á óvart hvaða leikari þetta var sem var handjárnaður við rörið. þetta er leikari sem er alltaf í grínmyndum svo sem Robin ...

Virkilega góð mynd sem kemur manni virkilega á óvart. Handritið er snilld og hugmyndin að handritinu líka. Ég sat límdur við sjónvarpið á meðan ég horfði á myndina og þorfði e...

Þetta er þrusu góður spennutryllir sem ég mæli með að allir sjái. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans sem ég man ekki alveg hvað heitir. Myndin fjallar í fljótu bragði um morðingja sem ...

Saw er hryllingsmynd í frumlegri kantinum. Hún er ein af fáum myndum sem gnæfir yfir allt fjöldaframleidda bullið og hún heldur manni við sætið allan tímann. Það skemmtilega við þessa...

★★★★☆

Saw er fín skemmtun fyrir sveitta áhorfendur, stelpur sjá þessa mynd ekki nema með öðrum, t.d. strákum ;) Eina sem ég set út á myndina er leikarinn sem lék í robin hoods(men in tights), o...

VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!! þessi mynd skildi mig eftir gapandi. Það er langt síðan ég hef séð mynd þar sem endirinn kemur mér svona rosalega á óvart, annað segi ég ekki um endir myndarinnar...

Saw sannar það að er óþarfi að eyða 50 milljón dali í eina mynd þar sem hún kostaði aðeins 1,2 milljón dali og lítur út fyrir að hafa kostað mun meira. En peningur er ekki það mik...

Vá ég var alveg stomped eftir að hafa séð þessa mynd. Ekki bara vegna þess hún var virkilega góð heldur var hún mun meira en það. Myndin virkar mjög einföld og tilgangslaus eins og all...

★★★★★

Fór með ekki of miklum væntingum, myndin byrjar með látum og missir ekki dampinn allan tímann. Keyrð á mikilli spennu, blóði og snilldarplottum. Eini mínusinn er Leigh Wannel, hann er frek...

VÁ!!! Þvílík mynd. Var að sjá hana í kvöld og verð að segja að þessi mynd er með þeim frumlegustu myndum sem ég hef séð. Þessa mynd gæti ég sett í flokk með frumlegustu myndum se...

Ógeðsleg mynd ! En varð fyrir miklum vonbrigðum að Cary Elwes skyldi leika aðalhlutverkið því OMG þvílíkur hörmungarleikari. Alltaf þegar hann skældi eða skalf þá skellti ég ...

Saw er hreint út frábær mynd. Vel framleidd, ekki dýr í reksti og akkurat það sem maður vildi sjá. En jamm, eins og sumir fyrri ræðumenn sögðu, það voru nokkrir hlutir sem voru á verri...

★★★☆☆

Jæja ég verða að segja að ég hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum, ég sem var að búast við algjörum Hrylling og viðbjóð þá hefði ég alveg eins getað horft á seven aftur, hann má ...

Bara váá, þetta er góð mynd. Ekki lagt mikið upp í þessa mynd, nokkrir leikarar og myndavélar gera hérna snilldar hluti. Ég dýrka ógeðslegar hryllingsmyndir og þessi er í hámarki við...

★★★★☆

Saw er spennutryllir með margbrotnum söguþræði og byggist að mestu leiti á óvæntum fléttum. Andskoti góð en gallarnir eru samt til staðar. Til dæmis fannst mér hún örlítið ruglnings...